Byggt á EVERYTHING DISC - Workplace

Hversu magnað væri heimurinn í kringum okkur ef allir hefðu þarfir sínar í samskiptum skrifaðar utan á sig? 

Everything DiSC Workplace circle.jpg

Everything DiSC Workplace® er námskeið sem bæði er hægt að kenna í kennslustofu sem og í gegnum ZOOM. Námskeiðið hentar öllu starfsfólki - óháð titli eða stöðu - við að byggja upp skilvirkari sambönd í vinnunni.

Þetta námskeið hjálpar þátttakendum að skilja sjálfa sig og aðra betur. Þátttakendur læra að meta mismunandi áherslur, þarfir og gildi sem hver einstaklingur hefur á vinnustaðnum. Með persónulegum og hópæfingum læra þátttakendur um alla persónueiginleikana og aðferðir til að laga sig að eiginleikum annarra og bæta að þar af leiðandi þátttöku, samvinnu og heildar gæði vinnustaðarins.

Everything DiSC Workplace námskeiðið skiptist í:

• Að skilja DiSC® persónueiginleikann þinn

• Að skilja persónueiginleika annarra

• Að byggja upp skilvirkari sambönd

• Að læra að lesa í persónueiginleika annarra útfrá DiSC

Skýrslan

 

Everything DiSC Workplace skýrslan veitir þátttakendum dýrmæta innsýn og hvetur til árangursríkrar samvinnu. Í þessari persónulegu 20 blaðsíðna skýrslu læra þátttakendur hvaða áhersluatriði knýja hegðun þeirra, læra hvað kemur náttúrulega og hvaða hlutir gætu verið krefjandi þegar þeir eiga í samskiptum við aðra. Einnig munu þátttakendur fá aðgerðaáætlun til að styrkja samskipti sín á milli á öllum stigum á vinnustaðnum.

Verkfæri til eftirfylgni

MyEverythingDiSC

 

Hvort sem fólk vill kafa djúpt í DiSC® rannsóknir og kenningar, eða bæta vinnusambönd sín í gegnum samanburðarskýrslur, veitir MyEverythingDiSC öflug, persónuleg tæki, og úrræði, án aukakostnaðar. Það sem MyEverythingDiSC gerir:

• Fáðu aðgang að DiSC prófílnum þínum hvenær sem er, með hvaða tæki sem er

• Berðu DiSC persónueiginleikann þinn við samstarfsmenn og kannaðu líkindi og það sem er ólíkt með ykkur

• Lærðu meira um hvernig DiSC-persónueiginleikinn hefur áhrif á sambönd á vinnustað og framleiðni

• Byggja upp betri vinnusambönd með árangursríkum samskiptaleiðum

• Dýpkaðu skilning á kenningum og rannsóknum á bak við Everything DiSC

Samanburðarskýrslur

 

Hvetja til árangursríkrar samvinnu. Tveir þátttakendur geta kannað líkindi og ólíkindi, möguleg viðfangsefni í samvinnu og hagnýt ráð til að bæta samstarf þeirra.

screenshot-www.mindlabconnect.com-2020.0
EverythingDiSC-Authorized-Partner.png